Það hefur stundum komið upp í hugann ákveðin menntunarhræðsla hjá mér. Ég hef aldrei hugsað um hana mjög alvarlega en svo er ég undanfarna daga búin að vera í ýmsum aðstæðum þar sem hugsunin hefur ágerst, ég er temmilega heimspekilega þenkjandi þar sem ég er að læra fyrir lokapróf í réttarheimspeki, ég átti nokkuð gott samtal um ástina í gær í afmæli hjá Lindu þar sem við köfuðum aðeins í það hvort ástin væri eitthvað sem maður þyrfti að trúa á eða ekki og svo heyrði ég einfaldlega stelpu tala um það í sturtu í Mjölni að hún væri að sækja um vinnur en væri í raun of hæf í mörg störf og einhvernveginn kveikti þetta allt undir hrærigrautnum sem er að malla á hellunni í heilanum á mér.
Ég fór svo inn á eina skrifstofu áðan og þá var svolítið eins og grauturinn væri allt í einu soðinn og upp rann fyrir mér ljós: ég mun sennilegast aldrei vinna við slíkt skrifstofustarf. Ég mun aldrei vera móttökuritari, ég mun aldrei vinna í fatabúð, vera barþjónn, ég mun aldrei verða bréfberi.
Ég átta mig á því að ég get í raun og veru gert hvað sem ég vil, og mig langar ekkert sérstaklega að vinna í fatabúð eða vera barþjónn. Samt langaði mig alltaf að prófa að vinna á bar og ég á mér einhverskonar draum úr æsku um að vera ritari, fá að svara í símann og sinna svona hinum ýmsu verkefnum þar sem ég er með allt á hreinu, veit 100% hvað ég er að gera og allt er í röð og reglu. Ég elska að vinna á Póstinum, sérstaklega af því ég kann það svo vel og það er svo einfalt og allt er í röð og reglu og ég uppsker eins og ég sái. Og ég er góð í því.
Þetta eru einhverskonar hugleiðingar af því ég efast alltaf svo mikið um sjálfa mig í lögfræði. Veit ekki hvort ég sé nógu klár. Hvort ég nái eða fái nógu hátt á prófum. Hræðist að fara á vinnumarkaðinn og vita ekkert hvað ég eigi að gera. En auðvitað kemur það, eins og allt annað. Þegar ég byrjaði á Póstinum vissi ég heldur ekkert hvað ég var að gera, þótt það hafi sennilegast komið töluvert fljótar en það mun koma þegar ég lýk námi.
Pælingin er sú að um leið og ég lýk meistaragráðu í lögfræði þá lokast líka ákveðnar dyr. Ég verð "over qualified" í mörg störf (ég átta mig alveg á að það er ekkert sem í raun bannar mér það, nema einhverskonar samfélagsleg pressa, sem margir eru á að maður eigi að hunsa í dag, t.a.m. Atli bróðir minn. Ég er meira að tala almennt, þið vitið alveg hvað ég meina.)
Ég er eitthvað aðeins að vandræðast með þetta. Ætti ég kannski bara að sækja um í einhverri búð að loknu námi? Er ég hrædd við áskoranir? Er það hræðslan við að valda ekki störfunum sem mín ættu að bíða eftir fimm ára háskólanám sem eru að vekja þessar hugsanir upp, eða langar mig einfaldlega ekki að vinna við lögfræði?
Ég veit það ekki. Er ég að hugsa um þetta af því að allir eru að sturlast af því offjölgun lögfræðinga blasir við? Langar mig í raun og veru kannski bara að gera eitthvað allt annað?
Ég veit líka að mér finnst ég vera alltof mikil „stelpa“. Ég er eitthvað hrædd við að henda mér út í djúpu laugina, en ég myndi samt aldrei fara í grunna endann einmitt bara þess vegna. Ég veit að ég þarf að hoppa, og þess vegna mun ég klifra upp á þetta himinháa bretti og stökkva niður. Ég veit líka innst inni að ég mun lenda eins og dýfingadrottning á Ólympíuleikunum. Allavegna einhverntímann, kannski eftir nokkra misheppnaða magaskelli.
Ég veit líka alveg að ég þarf ekki að vera lögfræðingur. Ég veit bara ekkert hvað ég vil, og ég veit líka að ég þarf ekki að vita það, en ég veit líka að ég er alltaf að hugsa um þetta. Það er ein hringavitleysa.
Svo fæ ég kannski ekkert vinnu og verð bara ritari og vinn á bar um helgar til að ná endum saman. Það væri kaldhæðnislegt í ljósi færslunnar.
Ég fór svo inn á eina skrifstofu áðan og þá var svolítið eins og grauturinn væri allt í einu soðinn og upp rann fyrir mér ljós: ég mun sennilegast aldrei vinna við slíkt skrifstofustarf. Ég mun aldrei vera móttökuritari, ég mun aldrei vinna í fatabúð, vera barþjónn, ég mun aldrei verða bréfberi.
Ég átta mig á því að ég get í raun og veru gert hvað sem ég vil, og mig langar ekkert sérstaklega að vinna í fatabúð eða vera barþjónn. Samt langaði mig alltaf að prófa að vinna á bar og ég á mér einhverskonar draum úr æsku um að vera ritari, fá að svara í símann og sinna svona hinum ýmsu verkefnum þar sem ég er með allt á hreinu, veit 100% hvað ég er að gera og allt er í röð og reglu. Ég elska að vinna á Póstinum, sérstaklega af því ég kann það svo vel og það er svo einfalt og allt er í röð og reglu og ég uppsker eins og ég sái. Og ég er góð í því.
Þetta eru einhverskonar hugleiðingar af því ég efast alltaf svo mikið um sjálfa mig í lögfræði. Veit ekki hvort ég sé nógu klár. Hvort ég nái eða fái nógu hátt á prófum. Hræðist að fara á vinnumarkaðinn og vita ekkert hvað ég eigi að gera. En auðvitað kemur það, eins og allt annað. Þegar ég byrjaði á Póstinum vissi ég heldur ekkert hvað ég var að gera, þótt það hafi sennilegast komið töluvert fljótar en það mun koma þegar ég lýk námi.
Pælingin er sú að um leið og ég lýk meistaragráðu í lögfræði þá lokast líka ákveðnar dyr. Ég verð "over qualified" í mörg störf (ég átta mig alveg á að það er ekkert sem í raun bannar mér það, nema einhverskonar samfélagsleg pressa, sem margir eru á að maður eigi að hunsa í dag, t.a.m. Atli bróðir minn. Ég er meira að tala almennt, þið vitið alveg hvað ég meina.)
Ég er eitthvað aðeins að vandræðast með þetta. Ætti ég kannski bara að sækja um í einhverri búð að loknu námi? Er ég hrædd við áskoranir? Er það hræðslan við að valda ekki störfunum sem mín ættu að bíða eftir fimm ára háskólanám sem eru að vekja þessar hugsanir upp, eða langar mig einfaldlega ekki að vinna við lögfræði?
Ég veit það ekki. Er ég að hugsa um þetta af því að allir eru að sturlast af því offjölgun lögfræðinga blasir við? Langar mig í raun og veru kannski bara að gera eitthvað allt annað?
Ég veit líka að mér finnst ég vera alltof mikil „stelpa“. Ég er eitthvað hrædd við að henda mér út í djúpu laugina, en ég myndi samt aldrei fara í grunna endann einmitt bara þess vegna. Ég veit að ég þarf að hoppa, og þess vegna mun ég klifra upp á þetta himinháa bretti og stökkva niður. Ég veit líka innst inni að ég mun lenda eins og dýfingadrottning á Ólympíuleikunum. Allavegna einhverntímann, kannski eftir nokkra misheppnaða magaskelli.
Ég veit líka alveg að ég þarf ekki að vera lögfræðingur. Ég veit bara ekkert hvað ég vil, og ég veit líka að ég þarf ekki að vita það, en ég veit líka að ég er alltaf að hugsa um þetta. Það er ein hringavitleysa.
Svo fæ ég kannski ekkert vinnu og verð bara ritari og vinn á bar um helgar til að ná endum saman. Það væri kaldhæðnislegt í ljósi færslunnar.
|