Eva er úti í búð að kaupa kók og beikon og súkkulaði. Anna er að skúra. Aske er að baka brauð. Ég var að vaska upp en er núna að vera þunn og blogga. Það er fallegt veður úti. Ég á að vera að skrifa ritgerð og læra fyrir prófin tvö sem ég er að fara í eftir viku en það þarf stundum bara að lifa og hafa gaman og njóta. Allur bjórinn er búinn af því ég gaf öllum lögfræðingunum þá. Það er miklu skemmtilegra að eiga svona helgi þegar maður er nýfluttur í miðbæinn en einhverja lærdómsasna helgi þegar maður vaknar kl. 9 og mætir á Lögberg og hlustar á þögnina. Þetta er lífið.
Ég verð bara rosalegaofboðslega dugleg og einbeitt að læra á eftir. Þegar ég er búin að leggja mig aðeins og borða egg og beikon og rifja upp gærkvöldið og hlæja. Svo reddast þetta alltaf allt maður. Það er líka bara laugardagur einu sinni í viku.
|