Að sitja heima og gera nákvæmlega ekki neitt hefur verið langþráð. Þurfa ekki að hugsa um neitt nema kaffibollann sem kólnar. Ég er búin að hlusta á Rás 1 í tölvunni og hugsa með mér að ég verði að fara að kaupa mér útvarp, það er það sem mig langar mest í af öllu veraldlegu. Það er ekki oft sem mig langar í eitthvað, ég hugsa að ég láti slíkan grip eftir mér.
Það er eitthvað skrýtið við það hvernig maður finnur orkuna þrjóta og hvað það að geta ekki staldrað við hefur mikil áhrif á mann. Allt í einu þurfti ég bara að ýta á pásu á lífsfjarstýringunni, þurfti að fá að gera ekkert í örskamma stund. Setja mig á einhvern æðrulausan núllpunkt.
Skyndilega fann ég mig knúna til að taka þátt í umræðum um íþróttabrjóstahaldara á Beauty tips, enda mikilvægt mál. Ég tæmdi símann minn af öllum myndum og vona að ég geti þannig haldið lífi í honum aðeins lengur, ég er ekki tilbúin að skilja við. Kannski ég hendi í eitt gott myndaalbúm með lífinu, það er alltaf gaman að skoða svoleiðis. Ég setti í þvottavél og tók úr uppþvottavél. Hversdagslegu hlutirnir eru afar rómantískir í dag.
Kaffivélin er búin að slökkva á sér sjálf. Nútímatæknin er ótrúleg.
Veðurspáin er ekki mjög góð og við Krummi ætluðum í tjaldútilegu eitthvert. Ég er með útþrá. Ég þarf að upplifa frelsi. Einu sinni þegar ég var unglingur var ég oft að hugsa um hvort frelsi væri ofmetið. Ég hef komist, ótrúlegt en satt, að þeirri niðurstöðu að svo er ekki.
Það er eitthvað fyndið hvað sjálfstraust og hugmyndir manns um mann sjálfan eru síbreytilegar. Á einum tímapunkti finnst manni maður geta sigrað heiminn, þann næsta er maður peð í stórum heimi. Jafnvel ekki einu sinni leikmaður. Ég rokka á milli, eins og kona í miðlífskrísu á sennilegast að vera. Hvernig á maður samt eiginleg að finna sér stað í þessari tilveru?! Er það ekki eitthvað gjörsamlega fáránlegt dæmi. Hvernig veit maður hvað skiptir máli og hvað ekki? Hvað er mikilvægast? Ekki hugmynd. Nema að vera hamingjusöm. Hvað gerir mig og aðra hamingjusama? Ekki hugmynd.
Jæja. Þvottavélin er búin. Kaffið er orðið ennþá kaldara. Ég ætla að fara út og láta veraldlega drauma mína um útvarp rætast.
Það er eitthvað skrýtið við það hvernig maður finnur orkuna þrjóta og hvað það að geta ekki staldrað við hefur mikil áhrif á mann. Allt í einu þurfti ég bara að ýta á pásu á lífsfjarstýringunni, þurfti að fá að gera ekkert í örskamma stund. Setja mig á einhvern æðrulausan núllpunkt.
Skyndilega fann ég mig knúna til að taka þátt í umræðum um íþróttabrjóstahaldara á Beauty tips, enda mikilvægt mál. Ég tæmdi símann minn af öllum myndum og vona að ég geti þannig haldið lífi í honum aðeins lengur, ég er ekki tilbúin að skilja við. Kannski ég hendi í eitt gott myndaalbúm með lífinu, það er alltaf gaman að skoða svoleiðis. Ég setti í þvottavél og tók úr uppþvottavél. Hversdagslegu hlutirnir eru afar rómantískir í dag.
Kaffivélin er búin að slökkva á sér sjálf. Nútímatæknin er ótrúleg.
Veðurspáin er ekki mjög góð og við Krummi ætluðum í tjaldútilegu eitthvert. Ég er með útþrá. Ég þarf að upplifa frelsi. Einu sinni þegar ég var unglingur var ég oft að hugsa um hvort frelsi væri ofmetið. Ég hef komist, ótrúlegt en satt, að þeirri niðurstöðu að svo er ekki.
Það er eitthvað fyndið hvað sjálfstraust og hugmyndir manns um mann sjálfan eru síbreytilegar. Á einum tímapunkti finnst manni maður geta sigrað heiminn, þann næsta er maður peð í stórum heimi. Jafnvel ekki einu sinni leikmaður. Ég rokka á milli, eins og kona í miðlífskrísu á sennilegast að vera. Hvernig á maður samt eiginleg að finna sér stað í þessari tilveru?! Er það ekki eitthvað gjörsamlega fáránlegt dæmi. Hvernig veit maður hvað skiptir máli og hvað ekki? Hvað er mikilvægast? Ekki hugmynd. Nema að vera hamingjusöm. Hvað gerir mig og aðra hamingjusama? Ekki hugmynd.
Jæja. Þvottavélin er búin. Kaffið er orðið ennþá kaldara. Ég ætla að fara út og láta veraldlega drauma mína um útvarp rætast.
|