Lífið með hvítvoðung er eiginlega bara bið eftir að hún sofni og bið eftir að hún vakni. Stund milli brjóstagjafa. Stundum held ég að hún sé að sjúga úr mér allan lífskraftinn, en svo opnar hún augun sín og horfir íbygginn á foreldra sína og öll hjörtu bráðna. Svefnlausar nætur fyrirgefast, líkaminn getur þetta allt svo miklu betur en ég hefði haldið.
Síðustu tæpu tvær vikur hafa verið öðruvísi en allar aðrar í lífi mínu. Ég hef aldrei verið jafn mikið heima og verið jafn sátt við það. Rás 1 mallar í bakgrunni, allir litlu diskarnir voru allt í einu skítugir og kaffibollarnir hverfa einn af öðrum úr skúffunni. Ekkert skiptir einhvernveginn máli nema hún - og reyndar jólagjafainnkaup. Ég hlakka til að fara með hana út, lægðirnar hafa ekki beint boðið litla manneskju velkomna út í hinn stóra heim. Lífið og samtöl foreldra hennar snúast bara um hana, hvernig hún sofi, hvort hún hafi kúkað og hversu sæt hún sé.
Ég hef ekkert annað að segja. Lífið er sætt og rólegt. Stormarnir verða enn huggulegri undir súðinni okkar.
Síðustu tæpu tvær vikur hafa verið öðruvísi en allar aðrar í lífi mínu. Ég hef aldrei verið jafn mikið heima og verið jafn sátt við það. Rás 1 mallar í bakgrunni, allir litlu diskarnir voru allt í einu skítugir og kaffibollarnir hverfa einn af öðrum úr skúffunni. Ekkert skiptir einhvernveginn máli nema hún - og reyndar jólagjafainnkaup. Ég hlakka til að fara með hana út, lægðirnar hafa ekki beint boðið litla manneskju velkomna út í hinn stóra heim. Lífið og samtöl foreldra hennar snúast bara um hana, hvernig hún sofi, hvort hún hafi kúkað og hversu sæt hún sé.
Ég hef ekkert annað að segja. Lífið er sætt og rólegt. Stormarnir verða enn huggulegri undir súðinni okkar.
|