25.3.19

Yrsa í buxum af móður sinni.
Ég upplifi allar klisjur alheimsins þegar ég feta veginn áfram með Yrsu. Þegar hún vaknar eftir góðan nætursvefn og getur ekki hætt að brosa þegar hún sér mann setur það allt í samhengi. „Ég er vöknuð og úthvíld og það er það skemmtilegasta sem til er að sjá mömmu mína og pabba. Það er svo gaman að vera til!“ Allar tilfinningar eru svo hreinar og tærar. Algjört eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt dæmi. Algjörlega ruglað.

Allt varð líka einfaldara þegar hún komst í rútínu, þegar mamma hennar veit ca. við hverju er að búast í svefni og þegar hún fór að taka langan lúr seinni partinn. Það skiptir máli að vera til án þess að horfa stöðugt á hana. Tíminn flýgur áfram, hún lærir nýja hluti svo gott sem á hverjum degi og svona er lífið væntanlega að fara að vera næstu árin. Alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast og hún að trylla hjartað í hennar nánustu. Mikið er ég heppin með þessa sólskinsstelpu.