Fæðingarorlofið verður bara betra og betra. Yrsa verður bara betri og betri, og var hún samt alltaf best. Hækkandi sól og hækkandi aldur gera allt auðveldara. Ég er að borða hafragraut og drekka kaffi og Yrsa sefur á svölunum og ég er með opna hurð af því það er nógu hlýtt úti og það var að byrja lag með Emilíönu Torrini í útvarpinu og ég fór næstum að gráta af hamingju. Við fórum í sund í gær og það var best. Alveg best. Hún er svo sæt og góð og mikil bolla og alltaf, alltaf, alltaf í góðu skapi sem er eitthvað það magnaðasta sem ég veit. Það er ekkert eins og að vakna og sjá þessi skínandi augu og þetta bros taka á móti manni. Ekkert. Ég þarf stundum að minna mig á að þetta er bara byrjunin á þessu stórkostlega ferðalagi. Vá. Ég tengi svo við allt! Allt eins og "ég er svo heppin að fá að vera mamma hennar" og "það er ekkert eins og þetta" og "hvernig getur verið að ég eigi þessa stelpu?" og "ég sakna hennar meðan hún sefur" o.s.frv. o.s.frv.
Svo er ég byrjuð að hreyfa mig mjög mikið aftur og það gefur mér svo mikið. Svo gott að styrkjast og svitna og gleyma sér. Ég giska á að ég verði í besta formi lífs míns þegar fæðingarorlofinu lýkur og ... tjah, svo sjáum við til hvernig gengur að fara á æfingar þegar vinnan kallar líka.
Og herregud, djammið - djammið maður. Það er svo gaaaman að fara út og hitta vini! Það er enn skemmtilegra en það var áður. Allt er einhvernveginn nokkrum prósentum skemmtilegra en það var. Jafnvel nokkrum tugum prósenta. Vitiði hvað það er gott að fá sér bjór þegar maður vill eftir að hafa verið ólétt???
Við fórum í fyrsta ungbarnasundtímann okkar í gær og ég er eiginlega enn í einhverju hamingjukasti eftir það. Svo miiiikið af sætum litlum ungum og Yrsu fannst það svo spennandi/stressandi og vatnið festist svo mikið í augnhárunum hennar. Ég get ekki beðið eftir næsta tíma!
Ég hlakka svo til að fara til Ítalíu með þetta litla skott og fylgjast með henni í sundbolnum sínum með sólhatt að busla og horfa og njóta. Aaaaaaah.
Svo er ég byrjuð að hreyfa mig mjög mikið aftur og það gefur mér svo mikið. Svo gott að styrkjast og svitna og gleyma sér. Ég giska á að ég verði í besta formi lífs míns þegar fæðingarorlofinu lýkur og ... tjah, svo sjáum við til hvernig gengur að fara á æfingar þegar vinnan kallar líka.
Og herregud, djammið - djammið maður. Það er svo gaaaman að fara út og hitta vini! Það er enn skemmtilegra en það var áður. Allt er einhvernveginn nokkrum prósentum skemmtilegra en það var. Jafnvel nokkrum tugum prósenta. Vitiði hvað það er gott að fá sér bjór þegar maður vill eftir að hafa verið ólétt???
Við fórum í fyrsta ungbarnasundtímann okkar í gær og ég er eiginlega enn í einhverju hamingjukasti eftir það. Svo miiiikið af sætum litlum ungum og Yrsu fannst það svo spennandi/stressandi og vatnið festist svo mikið í augnhárunum hennar. Ég get ekki beðið eftir næsta tíma!
Ég hlakka svo til að fara til Ítalíu með þetta litla skott og fylgjast með henni í sundbolnum sínum með sólhatt að busla og horfa og njóta. Aaaaaaah.
|