Árið 2013
Sömu markmið og á nýársnótt:
1. Hafa gaman
2. Ekkert drama
3. Ekki vera of full
Grænt Gajol mun samt mögulega gera mig að alkóhólista. Ég get ekki hætt að hugsa um það.
Það var mjög gaman að fara á Ljóma í Iðnó, þar sem allir voru í sínu fínasta pússi í þessari fallegu byggingu. Áramótum á að fagna með stæl, glensi, bravúr, glamúr...
Skaupið var átakanlega lélegt. Þeim mun meira tilefni til að grína meira á árinu.
Ég ætla að lesa fleiri bækur.
Elska meira.
Læra meira.
Upplifa meira.
Færri tár.
Eins og maður ætlar á hverju ári. Ég er samt meira til í að verða betri kona en oft áður, ákveðnari í því. Og fór svo mikið jákvæð inn í nýtt ár (og er það enn) sem er svo gott.
Þegar maður fer á nýársfögnuð 1. janúar í sínu fínasta pússi þá er maður orðinn svolítið gamall, er það ekki? Mikið er það gott! Eru svona nýársfögnuðir ekki að verða svolítið inn aftur?
Styttist í brottför, ég hugsa ekki mikið um það heldur ætla að njóta síðustu daganna sem mest ég má.
Þetta er að gera gott mót.
Mamma er að elda einhvern saltfisk sem hún segir sjálf frá að sé besti matur sem hún gerir. Mamma mín er sko mjög góður kokkur. Ég er aðeins of spennt.
Höldum áfram að vera hress og glöð og spennt fyrir nýjum hlutum og keyra ævintýrin í gang vinir.
Sömu markmið og á nýársnótt:
1. Hafa gaman
2. Ekkert drama
3. Ekki vera of full
Grænt Gajol mun samt mögulega gera mig að alkóhólista. Ég get ekki hætt að hugsa um það.
Það var mjög gaman að fara á Ljóma í Iðnó, þar sem allir voru í sínu fínasta pússi í þessari fallegu byggingu. Áramótum á að fagna með stæl, glensi, bravúr, glamúr...
Skaupið var átakanlega lélegt. Þeim mun meira tilefni til að grína meira á árinu.
Ég ætla að lesa fleiri bækur.
Elska meira.
Læra meira.
Upplifa meira.
Færri tár.
Eins og maður ætlar á hverju ári. Ég er samt meira til í að verða betri kona en oft áður, ákveðnari í því. Og fór svo mikið jákvæð inn í nýtt ár (og er það enn) sem er svo gott.
Hæ 2013 með konfettí og gleði!
Styttist í brottför, ég hugsa ekki mikið um það heldur ætla að njóta síðustu daganna sem mest ég má.
Þetta er að gera gott mót.
Mamma er að elda einhvern saltfisk sem hún segir sjálf frá að sé besti matur sem hún gerir. Mamma mín er sko mjög góður kokkur. Ég er aðeins of spennt.
Höldum áfram að vera hress og glöð og spennt fyrir nýjum hlutum og keyra ævintýrin í gang vinir.
|