Vakna snemma, píni mig til að vakna af því að ég vil ekki nýta síðustu klukkutímana í að sofa. Borða ristað brauð með smjöri og osti, lúxuskaffi með lúxusmjólk, kókómalt. Borða tvær Sörur í eftirrétt eftir morgunmatinn. Af því ég get það, af því það er endalaust af mat til, endalaust af góðgæti. Breiði úr mér, af því í þessu stóra húsi er svo gríðarlega mikið pláss sem þarf að nýta. Nota plássið. Njóta plássins. Hlusta á útvarpið. Ástkæra ylhýra, tekur enga orku að hlusta, ég heyri bara og skil. Lít út um gluggann og sé ísilagða jörð og jólaljós. Næst þegar ég lít út um þennan glugga verður sólskinsbjart og laufgrænt. Verð smá lítil í mér. Mjög lítil í mér. Stóra landið er ekki alveg jafn framandi núna og það var síðast þegar ég fór, en það er líka heima. Smá heima allavegna.
Les Fréttablaðið, les þessa bakþanka eftir þennan prest sem mér finnst oftast alveg óþolandi. En ekki í morgun. Í morgun gaf hann mér kraft og trú og allskonar. Ísland er líka svo flókið, á Íslandi eru flækjur, árekstrar, vanar. Í Þýskalandi er hamingja, friður, einvera sem gerir manni gott. Á Íslandi eru gamlir vanar sem maður festist í. Á Íslandi er auðveldast að vera í einum skilningi, erfiðast í öðrum.
„Allir þarfnast festu en líka ævintýris, hins djúpa og háleita.“
Ég er þotin af stað í ný ævintýri, takk fyrir síðustu vikur á Íslandinu vinir. En fyrst - kaffi á Háskólatorgi, af því það er ein festan í lífinu sem ber að fagna.
Les Fréttablaðið, les þessa bakþanka eftir þennan prest sem mér finnst oftast alveg óþolandi. En ekki í morgun. Í morgun gaf hann mér kraft og trú og allskonar. Ísland er líka svo flókið, á Íslandi eru flækjur, árekstrar, vanar. Í Þýskalandi er hamingja, friður, einvera sem gerir manni gott. Á Íslandi eru gamlir vanar sem maður festist í. Á Íslandi er auðveldast að vera í einum skilningi, erfiðast í öðrum.
„Allir þarfnast festu en líka ævintýris, hins djúpa og háleita.“
Ég er þotin af stað í ný ævintýri, takk fyrir síðustu vikur á Íslandinu vinir. En fyrst - kaffi á Háskólatorgi, af því það er ein festan í lífinu sem ber að fagna.
|