22.2.13


Síðan ég flutti út hefur nafnið mitt valdið mér nokkrum vandkvæðum. Brynhildur er ekki mjög algengt íslenskt nafn, en það vekur ekki sérstaka eftirtekt og er ekki skrýtið.
Þegar ég var skiptinemi 2006 var ég kölluð Bruni. Það þótti mér hræðilegt. Ég upplifi sjálfa mig alls ekki sem Bruni og það er erfitt að vera kallaður eitthvað sem manni finnst maður ekki vera. Ég tók því ákvörðun um að vera Hilde núna.
Brunhilde gengur eiginlega ekki, það er eldeld gamalt nafn í Þýskalandi og fólk hlær ef ég segi það. Mér skilst reyndar að einn karakter í Django heiti Brynhildur. Það þykir mér gaman, kannski kemur holskefla af litlum Brunhildum í Þýskalandi í kjölfarið, Tarantino aðdáendur sem verða foreldrar. Hver veit. Ég vona að þið hafið öll hugsað til mín þegar þið sáuð myndina. Ég hef ekki enn séð hana.

Ég ákvað s.s. að vera Hilde. Það er líka gamalt þýskt nafn, ömmur heita Hilde. Enginn skýrir víst börnin sín Hilde í dag. Þjóðverjarnir skilja það, en önnur þjóðerni eiga í meiri vandræðum með það.
Ég ætti kannski bara að breyta nafninu mínu í Anna.

Ég fékk smá áhuga á hvaðan nafnið mitt kæmi, hvað það stæði fyrir. Ég er valkyrja.

We find that there are actually three "Brunhildes" in the myths and poems. They are: Brunhilde Budladottir, the valkyrie and daughter of the sea king (viking) Budli;
Brunhilde, shield maiden of the Huns and sister of Attila (found in the "Volsunga Saga" and in the "Elder Edda" and "Younger Edda"); and
Brunhilde, Queen of Iceland (found in "The Song of the Nibelungs")

Brynhildur Buðladóttir - Brynhildur Bolladóttir.
Brynhildur systir Attila - Brynhildur systir Atla.
Brynhildur drottning Íslands - hlýtur að koma næst?

Ég ætti svo að finna mér mann sem heitir Sigurður.


"Alpha males and alpha females are those members of a society who through their own will power and strength manage to rise to the top of that society. They become dominant to all other members of that society. They are the best of the species.

Not only is Brunhilde an alpha female, she seems to be the alpha of alpha females. Because of this, we can understand her rage when she discovered that she had been tricked into marrying Gunther. She believes that only Sigfrid is worthy of her and would rather die than remain the wife of Gunther."



Ég segi ekki meira. Geng með þetta út í kvöldið, hnarreist.