Undanfarnar tvær vikur er ég búin að búa í Frankfurt og held því áfram í mánuð í viðbót. Þýskar háskólaannir eru undarlegar; vetrarönnin hefst í október og lýkur í febrúar. Þá er frí fram í apríl þegar sumarönnin hefst sem lýkur í lok júlí. Ég er þannig í fríi núna en ég eyði því í starfsnámi hjá alþjóðlegu lögfræðistofunni Linklaters LLP í „banking“ deildinni.
Ég mæti í kjól og jakka í vinnuna, hlýði á fyrirlestra á hverjum morgni um mismunandi hliðar lögfræðinnar á meðan ég jappla á rúnstykki og drekk Apfelschorle, og svo taka við ýmis verkefni í deildinni minni. Lögfræðingarnir þarna vinna úr hófi fram. Frá níu til níu á hverjum degi, oft lengur. Ég veit ekki hvort mér þyki lögfræði það skemmtileg að ég væri til í að eyða lífi mínu innilokuð á þrítugustuogfyrstu hæð í háhýsi að lögfræðast. Þau þéna svosem temmilega. Peningar eru bara svo lítill hluti af lífinu.
Við erum sautján praktikantar. Þau eru flest mjög skemmtileg og það er ekkert sem jafnast á við að tala og hlusta á vandaða þýsku allan daginn. Við skiptinemana í Münster tala ég alltaf þýsku, en það er á öllt öðru leveli en hér. Loksins er mér að fara meira fram í tungumálinu og það er bara eitthvað alveg óviðjafnanlegt þegar maður hugsar á öðru tungumáli og getur tjáð sig (nánast) eins og maður vill.
Það er gaman að mæta í vinnuna á hverjum morgni, það er gaman að vera með aðgang að háhýsinu með dyravörðum, með öllum myndarlegu jakkafataklæddu mönnunum, með góðu kaffivélunum, með ávöxtunum, með útsýni í allar áttir yfir borgina. Með alvarlegum samningum, háum fjárhæðum, margítrekaða þagnarskyldu.
Prógrammið hjá Linklaters er afskaplega vel skipulagt og framkvæmt, hópnum er vel þjappað saman og vel að öllu staðið. Ég er mjög ánægð. Ég er meiri stórborgarstelpa en háskólabæjarstelpa. Ég get ekki endilega sagt að ég bíði eftir að fara aftur til Münster. En þar hefst líka ný önn, nýir skiptinemar, sólin skín meira.
Það er gaman að við erum öll á sama plani, öll ný í borginni og þekkjum fáa sem enga. Mörg af þeim fara þó heim um helgar, annaðhvort þar sem þau eru að læra eða heim til foreldra sinna. Sex af okkur skelltum okkur á djammið á föstudaginn. Ég er enn að jafna mig.
Lag lífsins:
Counting með Autre Ne Veut. Ég get ekki hætt að hlusta. (ég afsaka þessa dónalegu mynd, þetta er bara eina myndbandið sem virkar í Þýskalandi)
Um síðustu helgi keypti ég mér glimmersokka og glimmerveski á afslætti.
Ég er enn glöð.
Ég mæti í kjól og jakka í vinnuna, hlýði á fyrirlestra á hverjum morgni um mismunandi hliðar lögfræðinnar á meðan ég jappla á rúnstykki og drekk Apfelschorle, og svo taka við ýmis verkefni í deildinni minni. Lögfræðingarnir þarna vinna úr hófi fram. Frá níu til níu á hverjum degi, oft lengur. Ég veit ekki hvort mér þyki lögfræði það skemmtileg að ég væri til í að eyða lífi mínu innilokuð á þrítugustuogfyrstu hæð í háhýsi að lögfræðast. Þau þéna svosem temmilega. Peningar eru bara svo lítill hluti af lífinu.
Við erum sautján praktikantar. Þau eru flest mjög skemmtileg og það er ekkert sem jafnast á við að tala og hlusta á vandaða þýsku allan daginn. Við skiptinemana í Münster tala ég alltaf þýsku, en það er á öllt öðru leveli en hér. Loksins er mér að fara meira fram í tungumálinu og það er bara eitthvað alveg óviðjafnanlegt þegar maður hugsar á öðru tungumáli og getur tjáð sig (nánast) eins og maður vill.
Það er gaman að mæta í vinnuna á hverjum morgni, það er gaman að vera með aðgang að háhýsinu með dyravörðum, með öllum myndarlegu jakkafataklæddu mönnunum, með góðu kaffivélunum, með ávöxtunum, með útsýni í allar áttir yfir borgina. Með alvarlegum samningum, háum fjárhæðum, margítrekaða þagnarskyldu.
Prógrammið hjá Linklaters er afskaplega vel skipulagt og framkvæmt, hópnum er vel þjappað saman og vel að öllu staðið. Ég er mjög ánægð. Ég er meiri stórborgarstelpa en háskólabæjarstelpa. Ég get ekki endilega sagt að ég bíði eftir að fara aftur til Münster. En þar hefst líka ný önn, nýir skiptinemar, sólin skín meira.
Það er gaman að við erum öll á sama plani, öll ný í borginni og þekkjum fáa sem enga. Mörg af þeim fara þó heim um helgar, annaðhvort þar sem þau eru að læra eða heim til foreldra sinna. Sex af okkur skelltum okkur á djammið á föstudaginn. Ég er enn að jafna mig.
Lag lífsins:
Counting með Autre Ne Veut. Ég get ekki hætt að hlusta. (ég afsaka þessa dónalegu mynd, þetta er bara eina myndbandið sem virkar í Þýskalandi)
Um síðustu helgi keypti ég mér glimmersokka og glimmerveski á afslætti.
Ég er enn glöð.
Ég er búin að borða svo mikið af góðum mat undanfarið.
Það gleður.
Ég er svo mikið að njóta þess að vera til.
Það gleður á hverjum degi, hvern klukkutíma, hverja mínútu.
|