15.9.13

Þegar það er kominn mánuður frá síðasta bloggi þýðir það að hversdagurinn hefur tekið við, að það er mikið að gera og kannski ekki margt spennandi að segja frá en samt allt afar gott og gaman og nauðsynlegt að detta í rútínu. Að vera á Háskólatorgi er gott, svolítið eins og að koma bara heim. Þar kann ég vel við mig.
Ég kann líka afar vel við mig á æskuheimili mínu í Bjarmalandi, sem ég hef raunar búið á nánast alla mína ævi og er eina húsið sem ég man eftir að hafa alið mannin í. Hins vegar þarf að taka skref fram á við líka og prófa eitthvað nýtt. Þess vegna er ég að fara að flytja að heiman eftir viku og hefja nýjan kafla að Tjarnargötu 10. Það verður dejligt að búa á besta stað, með allt sem ég þarfnast í göngu- og hjólafæri og fallegan miðbæinn út um gluggann. Ég sé fram á gríðarlegar annir í skólanum en býð ykkur í kaffi og knús eftir hentisemi. Það er þannig í raun eitthvað alveg gríðar spennandi að segja frá. Eins gott að sinna tilkynningaskyldu sinni formlega.

Veðrið er vont. Mér finnst það gott. Ég kann svo vel við að hlusta á vindinn blása á meðan ég hef það notalegt.


Æj. Þetta er slappt. Fannst bara réttast að sinna glamúrgellunni aðeins, það þarf að hlúa að þessari elsku.