Ég hef oft talað um það að það besta sem ég geri er að lesa góða bók og borða bland í poka. Þetta tengist bók sem ég las oft í æsku, Obladí oblada, en þar naut 11 ára aðalsöguhetjan þess að fá frí frá litlu systkinum sínum með góða bók og nammipoka. Ég á ekki lítið systkini en tengi við þessa tilfinningu að ekki komist að nema fallegur texti sem vekur ímyndunaraflið af værum svefni.
Núna er ég að lesa Sjóveikan í München eftir Hallgrím Helgason og láta mig dreyma um fyrirheitna landið. Stundum hugsa ég til skiptinemaársins með nostalgíu í huga. Mikið var það gott en um leið skrýtið ár. Ég á bland í poka. Ég er að hlusta á Fleetwood Mac. Það er laugardagur.
Ég er í ýmissi fortíðarþrá þessa dagana. Ætli það komi ekki með vetrinum. Finnst stundum skrýtið að vera ég. Þori því kannski ekki alveg. Maður er svo æðrulaus þegar maður er unglingur. Eða eitthvað.
Bestu fjórar ákvarðanir sem ég hef tekið - engri ákveðinni röð. Sú fjórða er samt best.
1. Vera í Röskvu.
2. Fara í MH.
3. Byrja í Mjölni.
4. Senda Krumma skilaboð
Í Röskvu var gaman og þar eignaðist ég svo skemmtilega vini. Ég tapaði alltaf kosningum. Það sökkar. Einn daginn hlýtur Röskvusólin að rísa. Í MH kynntist ég skemmtilegustu stelpum í heimi, en þar var námið líka skemmtilegt. Ég hugsa oft til máls og samfélags áfangans í íslensku hjá Halldóru Björt og spænska kvikmyndaáfangans hjá Stefáni. Og yndislestraviðtala við Bjarna Ólafs. Í Mjölni fann ég hreyfingu á tánum sem gerir ekki annað en að gleðja og gefur mér massa og sjálfstraust. Krummi er skemmtilegastur og bestur og tók svona líka vel í það að mér þætti hann fyndinn á internetinu. Mikið er ég heppin.
Okei bæ.
Núna er ég að lesa Sjóveikan í München eftir Hallgrím Helgason og láta mig dreyma um fyrirheitna landið. Stundum hugsa ég til skiptinemaársins með nostalgíu í huga. Mikið var það gott en um leið skrýtið ár. Ég á bland í poka. Ég er að hlusta á Fleetwood Mac. Það er laugardagur.
Ég er í ýmissi fortíðarþrá þessa dagana. Ætli það komi ekki með vetrinum. Finnst stundum skrýtið að vera ég. Þori því kannski ekki alveg. Maður er svo æðrulaus þegar maður er unglingur. Eða eitthvað.
Bestu fjórar ákvarðanir sem ég hef tekið - engri ákveðinni röð. Sú fjórða er samt best.
1. Vera í Röskvu.
2. Fara í MH.
3. Byrja í Mjölni.
4. Senda Krumma skilaboð
Í Röskvu var gaman og þar eignaðist ég svo skemmtilega vini. Ég tapaði alltaf kosningum. Það sökkar. Einn daginn hlýtur Röskvusólin að rísa. Í MH kynntist ég skemmtilegustu stelpum í heimi, en þar var námið líka skemmtilegt. Ég hugsa oft til máls og samfélags áfangans í íslensku hjá Halldóru Björt og spænska kvikmyndaáfangans hjá Stefáni. Og yndislestraviðtala við Bjarna Ólafs. Í Mjölni fann ég hreyfingu á tánum sem gerir ekki annað en að gleðja og gefur mér massa og sjálfstraust. Krummi er skemmtilegastur og bestur og tók svona líka vel í það að mér þætti hann fyndinn á internetinu. Mikið er ég heppin.
Okei bæ.
|