29.5.19

-->
Yrsa er hálfs árs í dag. Ég vissi ekki að mér myndi finnast það jafn merkilegt og raun ber vitni. Í sex mánuði hefur hún horft á mig með fallegu augunum sínum, drukkið mjólkina mína, sofið í fanginu mínu. Í sex mánuði höfum við verið saman.

Hún er langbest. Það er ekkert betra en að vakna á morgnanna við hana að babbla í rúminu sínu, skoða sængina sína og brosa sínu allra blíðasta. Þessi tilfinningarússíbani er fullkomlega galinn. Það er ótrúlegt að bera ábyrgð á heilli manneskju og fylgjast með henni. Ég hlakka til að sofa heila nótt og til að vera ekki ómissandi, en í raun verð ég það alltaf. Eru foreldrar manns ekki alltaf ómissandi?

Þessir mánuðir hafa bæði liðið hratt og hægt. Það er svolítið eins og hún hafi alltaf verið hérna og mér finnst heil eilífð síðan ég fór upp á fæðingardeild. En samt er ég búin að vera svo stutt í orlofi, svo stutt með henni, svo ótalótalótal margt eftir.

Mér finnst við Krummi bara styrkast sem teymi sem er líka svo ótrúlega góð tilfinning. Algjör aukabónus tilfinning. Við erum fjölskylda og við erum að fara í frí saman og ég er svo fáááránlega spennt. Allt er einhvernveginn aðeins meira spennandi, einhvernveginn örlítið bjartara framundan.

Yrsu finnst mjög gaman í sundi og er rosa dugleg að kafa. Henni finnst líka gaman í garðinum hjá afa og ömmu.

Að einhverjum svo miklu minna væmnum nótum og mjög skrýtnum nótum?

Ég hef ekki þekkt fyrir að vera mikil neyslukona. Það fylgir mjög margt því að eiga barn, allskonar dót sem maður hefur þörf fyrir og ég var svo óviss með það allt áður en hún fæddist. Hvað maður raunverulega þyrfti. Ég las allskonar lista en trúði þeim einhvernveginn aldrei. Ég ákvað að skrifa niður það sem mér finnst maður þurfa. Ekki það að það les enginn bloggið mitt til að fá einhverskonar ráð um það hvað mann vanti. Ég er kannski meira að þessu fyrir mig en nokkurn annan. Hver er ég? Af hverju er ég að skrifa þetta?

Maður þarf:
·      2 samfellur í stærð 50 (bara ef barnið er lítið.
Ef það er svo lítið þá a) vex það mjög hratt b) reddar maður fleiri í þessari stærð)
·      6 langerma samfellur í 56
·      3 buxur í 56
·      2 peysur í 56
·      2 náttföt í 56
·      2 lítil sokkapör
·      1 galla í 56
·      1 húfu

Restina af fötum fær maður svo í sængurgjöf / lánað. Án gríns. Og maður getur fengið þetta allt svo gott sem ónotað t.d. í Barnaloppunni.

·      1 bleyjupakka í stærð 1.
·      1 pakka af blautþurrkum / grisjum sem maður setur vatn á.
·      Taubleyjur til að þurrka allskonar gubb. Við keyptum bara einn svona pakka í Rúmfatalagernum...
·      1 handkæði fyrir hvítvoðunginn og kannski bala. Maður notar hann samt mjögmjög stutt, en er ekki alveg fínt að eiga bala?

·      Ég nota svona 66 poka sem “skiptitösku”. Mest beisikk dæmi í heimi og ég skil ekki alveg til hvers sérhannaðar skiptitöskur eru og hvað fólk geymir í þeim.
·      Vagn sem verður svo að kerru sem barnið getur sofið í.
Mér fannst fólk vera að pæla í hlutum sem ég skildi ekki og skil eiginlega ekki enn. Vagn sem er léttur og þægilegur. Hvað vagnstykkið nákvæmlega er stórt skiptir frekar litlu af því þið vitið, barnið vex og vill horfa í kringum sig alveg örugglega áður en það vex upp úr stykkinu sjálfu á lengdina eða þyngdina. Þannig að, það skipti mig ekki öllu máli.
·      Vagnpoka. Við vorum með gamlan gærupoka í vagninum en þurftum svo að kaupa okkur annan þegar við skiptum yfir í kerruna svo beislið kæmist í gegn. Það var lítið mál að finna slíkan notaðan.
·      Bílstóll. Ég myndi alltaf kaupa mér notaðan ungbarnabílstól ef ég væri að fara að eignast annað barn. Maður notar þetta í max ár og okkar hefur verið notaður svona 20 sinnum max af því við eigum ekki bíl. ...
·      Vöggu – og síðar rúm.
·      Sæng og sængurver.

Mér fannst mjög næs að hafa hreiður.

Við erum með skiptiborð sem mér finnst æði og við skiptum alltaf á Yrsu þar og fötin hennar eru þar við. Sumum finnst þetta algjört möst, öðrum ekki.

Hlutir sem eru gríðarlega miklar líkur á að maður fái (sem er það næst fallegasta á eftir því að eignast barnið sjálft)

·      Heimaprjónaðar húfur (fleiri mættu jafnvel prjóna vettlinga???)
·      Allskonar föt í 62 og 68

Svo er fínt þegar barnið verður aðeins eldra að vera með
·      Leikteppi / eitthvað á gólfið svo það geti horft upp í eitthvað og tjillað á gólfinu.
·      Ömmustól. Aðallega bara til að geta breytt aðeins um umhverfi. Fara frá gólfinu í hreiðrið í ömmustólinn.
·      Einhverskonar matstól.
·      Smekki og matarsett. Ég er nú bara með eitt sem ég þvæ á milli...

Við höfum ekki keypt eitt leikfang, en hún á samt allskonar leikföng og nagdót og bangsa.

This is it. Eða.
Kannski brjóstakrem fyrir fyrstu vikurnar (svona lítil túba er svo miklu meira en nóg) og pumpu.

Jæja. Brynhildur babyblogger ætlar að fara að sofa.